banner
   sun 16. júlí 2017 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhorfendamet sett á fyrsta leik EM kvenna
Mynd: Getty Images
Fyrsti mótsdeginum á EM kvenna er lokið.

Gestgjafar Holland lögðu Noreg 1-0 og Danir höfðu betur gegn Belgíu með sömu markatölu.

Þessi fyrsti mótsdagur var kannski ekki alveg sá fjörugasti fótboltalega séð, þar sem það voru aðeins tvö mörk voru skoruð í tveimur leikjum.

Þrátt fyrir það var mikið stuð!

Áhorfendamet féll á fyrsta leiknum, en 21,732 áhorfendur fylgdust með gestgjöfunum vinna Noreg í Utrecht.

Aldrei hafa eins margir mætt á kvennaleik í Hollandi.

Umgjörðin í kringum þetta Evrópumót er til fyrirmyndar og það er spurning hvort þetta met falli ekki síðar á mótinu.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner