Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 16. júlí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bakayoko: Vonandi getum við Kante gert fallega hluti
Bakayoko gekk í raðir Chelsea í gær.
Bakayoko gekk í raðir Chelsea í gær.
Mynd: Chelsea FC
Chelsea keypti í gær franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko frá Mónakó fyrir 40 milljónir punda.

Hinn 22 ára gamli Bakayoko fór í læknisskoðun og skrifaði undir fimm ára samning við Englandsmeistaranna.

Hjá Chelsea mun hann væntanlega mynda gríðarlega öflugt par á miðjunni með landa sínum N'Golo Kante.

Hann segist spenntur fyrir því að spila með Kante.

„N'Golo Kante var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og það er ekki auðvelt sem miðjumaður. Að spila við hliðina á honum er mjög gott fyrir mig og það mun aðeins hjálpa mér við að þróa minn leik," sagði Bakayoko.

„Ég hef spilað með honum í franska landsliðinu og við þekkjum hvorn annan vel. Vonandi getum við gert fallega hluti á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner