Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   sun 16. júlí 2017 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Bjössi Hreiðars: Leikmenn þekkja sín hlutverk vel
Sigurbjörn Hreiðarsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Vals í Pepsi-deild karla, var sáttur með 1-0 sigur liðsins á Víkingum í kvöld en mótið er nú hálfnað.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Nicolas Bögild skoraði sigurmark Vals eftir laglegan undirbúning Andra Adolphssonar en Valsmenn eru í efsta sæti deildarinnar þegar ellefu leikir eru búnir.

„Við erum ótrúlega ánægðir með þetta að koma í Víkina á erfiðan útivöll. Þeir eru búnir að vera í þvílíkum gír og að koma hingað að vinna og halda hreinu og við erum ótrúlega ánægðir með frammistöðu leikmanna," sagði Sigurbjörn.

„Leikmenn þekkja sín hlutverk og vita hvað til þarf. Við vissum að við værum að mæta þéttu liði og gátum ekki gefið nein færi á okkur."

Patrick Pedersen spilaði sinn fyrsta leik með Valsmönnum í sumar en hann samdi við liðið fyrir skömmu síðan. Hann hefur átt góðar stundir í Valstreyjunni en Sigurbjörn var ánægður með hann.

„Mér fannst hún góð. Alltaf hægt að finna hann í fætur og taka skemmtilegar hreyfingar. Hann er ekki búinn að spila leik lengi en mér fannst hann gera þetta vel og hann er einn af betri leikmönnunum. Þegar hann var hér síðast þá var hann einn af tveimur eða þremur bestu leikmönnum í deildinni."

Haukur Páll Sigurðsson fór meiddur af velli í byrjun leiks hjá Valsmönnum en það er ekkert alvarlegt.

„Nei, það held ég ekki. Hann er búinn að vera stífur þarna og þetta hefur haldið. Hann stífnaði aðeins," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner