Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. júlí 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund gefur Aubameyang nokkra daga í viðbót
Aubameyang hefur verið orðaður burt frá Dortmund.
Aubameyang hefur verið orðaður burt frá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund hefur gefið framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang ákveðinn tímaramma til þess að ákveða framtíð sína.

Aubameyang, sem skoraði 40 mörk í 46 leikjum fyrir Dortmund á síðasta tímabili, hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu, sem og AC Milan og Paris Saint-Germain.

Dortmund hefur ekki enn fengið tilboð í sóknarmanninn og félagið ætlar ekki að bíða endalaust.

„Við höfum sagt við Auba: 'Ef þú vilt fara eitthvað, ef þú ert með félag sem er tilbúið að samþykkja kröfur okkar, komdu þá til okkar og við munum tala saman'," sagði Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund við Welt am Sonntag.

„En þetta mun aðeins gilda í ákveðinn tíma, en þessi tímarammi er að renna út. Við þyrftum að fá mann í staðinn fyrir hann, sem er erfitt ef við fáum ekki góðan tíma."

„Við munum bíða í nokkra daga í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner
banner