Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. júlí 2017 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Danmörk vann Belgíu í hörkuleik
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Danmörk 1 - 0 Belgía
1-0 Sanne Troelsgaard ('6)

Nú er fyrsta leikdegi á Evrópumóti kvenna í Hollandi lokið.

Gestgjafar Hollands lögðu Noreg í fyrsta leik sínum, 1-0, fyrr í dag, en nú var leik Danmerkur og Belgíu í sama riðli, A-riðli, að ljúka.

Fyrir leikinn var búist við sigri Danmerkur og það gekk eftir.

Danir, sem eru í 15. sæti á heimslista FIFA, komust yfir eftir sex mínútur þegar Sanne Troelsgaard skoraði.

Lið Belgíu reyndi hvað það gat til að jafna, en það tókst ekki, lokatölur 1-0 fyrir Danmörku í þessum leik.

Þessi fyrsti mótsdagur var kannski ekki alveg sá fjörugasti fótboltalega séð, en aðeins tvö mörk voru skoruð í tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner