Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 16. júlí 2017 13:30
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Fanndís og Hallbera mættu of seint í gær
Hallbera og Fanndís mættu of seint á fund í gærkvöldi.
Hallbera og Fanndís mættu of seint á fund í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær urðu skömmustulegar þær vinkonur, Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir á fyrsta fréttamannafundi kvennalandsliðsins í morgun þegar spurt var um reglur innan hópsins.

„Það er ein regla og það er bannað að mæta of seint," svaraði svo loks Fanndís.

„Það er frjáls tími yfirleitt frá 14:00 til 18:30 og þar mega þær hitta fjölskyldur sínar ef þær vilja og í rauninni gera það sem þær vilja. Þær eiga samt að setja heilsuna í forgang. Það eru meðferðir og annað sem ganga fyrir. Við setjum samt reglu um að við förum og hittum fólkið en þau koma ekki til okkar," sagði Freyr um frítíma og annað sem stelpurnar fá á meðan keppnin stendur.

En hvað gerist ef stelpurnar mæta of seint?

„Hann verður reiður," sagði Fanndís.

„Þær mættu seint í gær, þessar tvær," opinberaði Freyr loksins en Hallbera var ekki lengi að byrja afsaka sig og sína vinkonu. Fanndís og Hallbera mættu semsagt of seint á dómara fyrirlestur og sagði Freyr að hópurinn hafi fundið það strax að einhverja vantaði í herbergið, þá sérstaklega sprelligosana tvo.

„Svo það sé á hreinu þá var þessi fundur ekki á dagskránni, þetta var einhver surprise fundur sem við vissum ekki af. En við vorum hinsvegar inn á herbergi að horfa á Frakkana spila þannig við vorum ekki bara inn á herbergi að greiða á okkur hárið eða eitthvað," sagði Hallbera.

Eftir innan við sólarhring á Gullna Túlipananum, hóteli stelpnanna var síðan önnur regla tekin upp innan hópsins.

„Þær eiga í erfiðleikum með það að loka hurðum og skella þeim bara og Ási líka," sagði Freyr og það er því bannað að skella hurðum lengur.

Fréttamannafundinn má sjá í heild hér að neðan:


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner