banner
   sun 16. júlí 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Götze sneri aftur í gær - „Verðum að fara varlega"
Mynd: Getty Images
Mario Götze, leikmaður Borussia Dortmund, sneri aftur á fótboltavöllinn í gær, í fyrsta sinn síðan í febrúar.

Hann hefur verið að glíma við efnaskiptasjúkdóm og missti af seinni hluta síðasta tímabils, en hann er að koma til. Götze þurfti að hætta að spila og æfa fótbolta í febrúar eftir að sjúkdómurinn var greindur.

Götze hefur verið í meðhöndlun síðan þá og nú er hann byrjaður að spila fótbolta aftur, sem er gríðarlega jákvætt.

Hann spilaði 30 mínútur þegar Dortmund vann japanska liðið Urawa Reds í æfingaleik í gær.

Peter Bosz, þjálfari Dortmund, talaði um Götze eftir leikinn.

„Við verðum að fara varlega með hann," sagði Bosz. „Við erum ánægðir með að hann hafi spilaði 30 mínútur í gær. Hann er líka mjög ánægður með leikinn."

„Nú þurfum við að taka einn dag í einu."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner