Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 16. júlí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hartson: Swansea má ekki selja Gylfa
Fer Gylfi frá Swansea?
Fer Gylfi frá Swansea?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
John Hartson, fyrrum leikmaður Arsenal, Celtic og fleiri liða, segir að Swansea hafi ekki efni á því að missa Gylfa Þór Sigurðsson í sumar. Gylfi er sagður á leið til Everton, en til þess þarf félagið að borga meira fyrir hann en það hefur gert fyrir nokkurn annan.

Gylfi fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna vegna óvissunar sem er í gangi.

Miklar líkur eru á því að Gylfi sé á leið til Everton fyrir 40-50 milljónir punda, en Hartson hefur hvatt Swansea til að selja Gylfa ekki.

„Þeir geta ekki selt hann, svo einfalt er það," sagði Hartson í viðtali við vefsíðu Wales Online.

„Paul Clement (stjóri Swanea) vill hafa leikmenn í sínu liði sem eru tilbúnir að berjast fyrir treyjuna, en það hefur Gylfi alltaf gert."

„Ef ef hann fer til Paul Clement og segist vilja spila fyrir Everton, þá verða þeir að taka ákvörðun."

„Hræðilegt fyrir Swansea ef þeir missa Gylfa"

Hartson segir að það væri hræðilegt fyrir Swansea að missa Gylfa, hann hafi átt það stóran þátt í að bjarga liðinu á síðustu leiktíð.

„Það væri hræðilegt fyrir Swansea að missa Gylfa, hræðilegt. Hann átti risa stóran þátt í því að liðið hélt sér uppi í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili," sagði Hartson.

„Það er ótrúlegt hvað hann nær að skora mikið og leggja upp, og Swansea spilar miklu betur þegar hann er með."

Swansea hefur skellt 50 milljón punda verðmiða, en Hartson segir það ekki skipta máli.

„Að Gylfi sé 40, 50 eða 60 milljón punda virði, það skiptir ekki máli. Þú getur ekki alltaf misst bestu leikmennina þína og haldið svo að þú munir halda sæti þínu í ensku úrvalsdeildinni."

„Þeir ættu einungis að leyfa honum að fara ef hann segir við félagið að hann vilji fara. Annars eiga þeir ekki að selja hann."

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum, en Everton vill ganga frá kaupunum sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner