Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. júlí 2017 17:20
Bergur Tareq Tamimi
Nolito til Sevilla (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sevilla hafa fengið fyrrverandi kantmann Manchester City, Nolito, til liðs við sig. Upphæðin er talin vera 7.9 milljónir punda en það gæti enn breyst.

Nolito hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska liðið.

Þessu greindi BBC frá í dag.

Þessi 30 ára gamli sóknarmaður kom til City fyrir 13.8 milljónir punda frá Celta Vigo seinasta sumar, kom við sögu í 30 leikjum og skoraði í þeim sex mörk.

Nolito byrjaði tímabilið vel í fyrra og skoraði þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum en eftir það slakaði töluvert á honum. Eftir áramót tókst honum síðan ekki að skora mark fyrir Manchester City.

Nolito er talinn hafa verið óánægður hjá liðinu enda byrjaði hann ekki einn einasta deildarleik fyrir liðið og í seinasta mánuði sagði hann að dóttir sín væri orðin meira föl í útliti út af enska veðrinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner