Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. júlí 2017 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Bögild tryggði Valsmönnum sigur
Valur er á toppnum.
Valur er á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 0 - 1 Valur
0-1 Nicolas Bogild ('76 )
Lestu nánar um leikinn

Seinni leik kvöldsins í Pepsi-deild karla var að ljúka. Víkingur Reykjavík fékk topplið Vals í heimsókn.

Patrick Pedersen kom beint inn í byrjunarlið Vals, en hann á að færa Hlíðarendapiltum mörk.

Honum tókst ekki að skora í kvöld, en landa hans Nicolas Bogild tókst að gera það. Hann skoraði sigurmark Vals á 76. mínútu.

„VALSMENN TAKA FORYSTU MEÐ LAGLEGU MARKI!!! Andri keyrði inn í teiginn hægra megin, lék sér að varnarmönnum Víkings áður en hann lagði boltann snyrtilega fyrir Bögild sem skoraði af stuttu færi. Víkingar gátu lítið gert í þessu," sagði Brynjar Ingi Erluson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Valur skoraði.

Leikurinn var tíðindalítill fyrir utan þetta eina mark og Valsmenn eru áfram á toppi deildarinnar. Þeir eru með tveggja stiga forskot á Grindavík, sem er í öðru sæti, en Víkingur R. er í sjötta sæti.



Athugasemdir
banner
banner
banner