sun 16.júl 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: KA vann ÍBV í sturluðum leik
watermark Hallgrímur Mar fagnar einu af mörkum sínum í dag.
Hallgrímur Mar fagnar einu af mörkum sínum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 6 - 3 ÍBV
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('13 )
0-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('14 )
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('18 )
2-2 Davíð Rúnar Bjarnason ('39 )
3-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('45 , víti)
4-2 Almarr Ormarsson ('52 )
5-2 Emil Sigvardsen Lyng ('71 )
6-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('79 )
6-3 Arnór Gauti Ragnarsson ('91 )
Lestu nánar um leikinn

KA og ÍBV mættust í fyrri leik dagsins í Pepsi-deild karla á Akuryeri. Leikurinn var hreint út sagt sturlaður!

ÍBV byrjaði leikinn gríðarlega vel og Vestmannaeyingar voru komnir 2-0 yfir á skömmum tíma. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mörk á tveimur mínútum!

KA-menn ætluðu sér svo sannarlega ekki að gefast upp og þeir minnkuðu muninn nokkrum mínútum síðar, Hallgrímur Mar Steingrímsson með markið.

Davíð Rúnar Bjarnason jafnaði síðan á 39. mínútu og áður en hálfleikurinn var úti var staðan orðin 3-2 fyrir KA. Hallgrímur Mar skoraði sitt annað mark, í þetta skiptið úr vítaspyrnu.

KA byrjaði seinni hálfleikinn jafn vel og þeir enduðu fyrri hálfleikinn; Almarr Ormarsson skoraði á 52. mínútu.

Emil Lyng setti fimmta mark KA á 71. mínúut og stuttu síðar fullkomnaði Hallgrímur Mar þrennu sína, 6-2 fyrir KA!

Gestirnir náðu að minnka muninn í uppbótartíma, en það var aðeins of seint fyrir þá. Lokatölur 6-3 í ótrúlegum fótboltaleik.

Þetta var langþráður sigur fyrir KA, en þeir eru núna í fjórða sæti með 15 stig. ÍBV er á meðan í níunda sæti með 11 stig.Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar