Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 16. júlí 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romero hjá Man Utd til 2021 (Staðfest)
Romero verður áfram í herbúðum United.
Romero verður áfram í herbúðum United.
Mynd: Getty Images
Argentíski markvörðurinn Sergio Romero hefur skrifað undir samning við Manchester United til ársins 2021.

Romero, sem er þrítugur, fór til United sumarið 2015 og hefur síðan þá verið varamarkvörður liðsins.

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, vill að Romero veiti David de Gea samkeppni, en á síðasta tímabili notaði Mourinho Argentínumanninn til dæmis í Evrópudeildinni. Romero spilaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar og hélt hreinu í 2-0 sigri á Ajax.

Romero hefur spilað 28 leiki á þeim tveimur tímabilum sem hann hefur verið í Manchester-borg, en aðeins sex af þessum leikjum hafa komið í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning. Hver myndi ekki vilja vera hjá stærsta félagi heims," sagði Romero er hann ræddi við heimasíðu United.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner