Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. júlí 2017 16:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ronaldo verður ekki með gegn Man Utd í Ofurbikarnum
Ronaldo fær aðeins lengra frí en flestir
Ronaldo fær aðeins lengra frí en flestir
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo mun ekki mæta sínum gömlu félögum í Manchester United þegar liðin mætast í Ofurbikar UEFA þann 8. ágúst en það er Marca sem greinir frá því.

Sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu og sigurvegarar Evrópudeildarinnar mætast ár hvert um Ofurbikarinn en Real Madrid er ríkjandi meistarar.

Ronaldo er í frí þessa stundina með fjölskyldu sinni, en þar á meðal eru nýfæddir tvíburar hans, Eva og Mateo og kærasta hans, Georgina.

Búist er við að Ronaldo muni snúa aftur til Madrídborgar í vikunni en það verður aðeins hlé á fríi hans. Hann mun fara í læknisskoðun og halda svo aftur í frí.

Zinedine Zidane vill að Ronaldo nái tíu æfingadögum áður en hann fær alvöru leik en það mun hann ekki ná fyrir Ofurbikarinn og verður hann því ekki með.

Í stað þess að mæta Manchester United í fyrsta leik verður fyrsti leikur Ronaldo á nýju tímabili gegn erkifjendunum í Barcelona í spænska ofurbikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner