Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 16. júlí 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez: Ég vil vinna Meistaradeildina
Sanchez dreymir um að vinna Meistaradeildina.
Sanchez dreymir um að vinna Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Eitt helsta fréttaefnið þetta sumarið er framtíð Alexis Sanchez hjá Arsenal. Samningur hans rennur út næsta sumar, en sem stendur bendir lítið til þess að hann skrifi undir nýjan samning.

Manchester City og Bayern München eru sögð áhugasöm um hann.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur undanfarna daga verið duglegur að senda Sanchez SMS, en Sílemaðurinn er í augnablikinu staddur í heimabæ sínum, Tocopilla í Síle.

Sanchez ræddi við útvarpsstöð í Síle í gær.

„Ég er búinn að taka ákvörðun og nú þarf Arsenal að taka ákvörðun," sagði Sanchez við Radio Sport í Síle.

„Þetta veltur á þeim. Ég þarf að bíða og sjá hvað þeir vilja gera. Ég vil spila og vinna Meistaradeildina. Mig hefur dreymt um það síðan ég var lítill strákur," sagði Sanchez enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner