sun 16. júlí 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesti að Nainggolan væri að skrifa undir nýjan samning
Nainggolan verður að öllum líkindum áfram hjá Roma.
Nainggolan verður að öllum líkindum áfram hjá Roma.
Mynd: Getty Images
James Pallotta, forseti Roma, hefur staðfest það að miðjumaðurinn Radja Nainggolan hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.

Nainggolan hefur lengi verið orðaður burt frá Roma og sparkspekingarnir á Ítalíu töldu að nú væri hans tími kominn.

Inter og Manchester United voru sögð áhugasöm, en nú, ef marka má orð Pallotta, verður hann áfram í ítölsku höfuðborginni.

Já, það er klárt," sagði Pallotta aðspurður út í samningsmál Nainggolan. Þetta er haft eftir Tuttosport, en samkvæmt þeim var Pallotta á leið til Bandaríkjanna í æfingaferð með Roma.

Búist er við því að Nainggolan skrifi undir til 2021 á næstu dögum.

Nainggolan kom til Roma árið 2014 frá Cagliari og síðan þá hefur hann verið lykilmaður á miðjusvæði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner