Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 16. júlí 2017 10:30
Elvar Geir Magnússon
Tímabilið gæti verið búið hjá Trausta Sigurbjörns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Hauka, er líklega frá út tímabilið en hann er með rifu í vöðvafestingu í framlæri.

Í samtali við Fótbolta.net segist Trausti vonast til að ná síðustu 2-3 leikjum tímabilsins ef allt gengur upp.

Trausti, sem er 26 ára, gekk í raðir Hauka frá Þrótti fyrir tímabilið en meiddist í sigurleik gegn Selfossi nýlega.

Haukar fengu markvörðinn Terrance William Dieterich á láni frá Gróttu eftir meiðsli Trausta og hann lék í rammanum í markalausu jafntefli gegn Þrótti í gær.

Haukar sigla lygnan sjó í Inkasso-deildinni, eru með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner