Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 16. ágúst 2017 22:22
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Ég og Fanndís vorum í slag
Kvenaboltinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
“Ég er sérstaklega ánægð með fyrri hálfleikinn. Mér fannst hann góður hjá okkur. Það komu svona pínu skrítnir kaflar í seinni hálfleik þar sem við vorum að sparka boltanum útaf og á þeirra leikmenn, svolítið skrítinn kafli. Í heildina ánægð með sigurinn auðvitað,” sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir tveggja marka sigur á Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik er nú komið í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. þangað til annað kvöld þegar umferðin klárast með 3 leikjum. Nú eru 5 umferðir eftir en Breiðablik á eftir að spila við liðin sem sitja nú í 3. og 4. sætinu, Stjörnuna og ÍBV. Hvernig verður framhaldið?

“Við ætlum bara að taka gömlu klisjuna: einn leik í einu. Það þýðir ekkert annað eins og staðan er núna. Við stjórnum í raun ekki ferðinni. Stjórnum bara því sem við gerum. Það er það eina sem við getum gert og ætlum að gera, hugsa um okkur og skoða svo bara töfluna í lokin”

Rakel spilaði með nokkuð áberandi umbúðir á vinstri olnboganum í kvöld og landsliðskonan Fanndís spilaði ekkert í leiknum. Hvað veldur?

“Ég og Fanndís vorum í slag,” sagði Rakel á léttu nótunum.

“Fanndís er stíf, mjög stíf, og ekkert vit í að spila svoleiðis. Ég fékk eitthvað aðeins högg á hendina, einhver pínulítil sprunga. Ekkert alvarlegt.”

Viðtalið við Rakel má sjá í heild sinni í spilaranum hér efst.
Athugasemdir