Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mið 16. ágúst 2017 22:22
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Ég og Fanndís vorum í slag
Kvenaboltinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
“Ég er sérstaklega ánægð með fyrri hálfleikinn. Mér fannst hann góður hjá okkur. Það komu svona pínu skrítnir kaflar í seinni hálfleik þar sem við vorum að sparka boltanum útaf og á þeirra leikmenn, svolítið skrítinn kafli. Í heildina ánægð með sigurinn auðvitað,” sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir tveggja marka sigur á Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik er nú komið í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. þangað til annað kvöld þegar umferðin klárast með 3 leikjum. Nú eru 5 umferðir eftir en Breiðablik á eftir að spila við liðin sem sitja nú í 3. og 4. sætinu, Stjörnuna og ÍBV. Hvernig verður framhaldið?

“Við ætlum bara að taka gömlu klisjuna: einn leik í einu. Það þýðir ekkert annað eins og staðan er núna. Við stjórnum í raun ekki ferðinni. Stjórnum bara því sem við gerum. Það er það eina sem við getum gert og ætlum að gera, hugsa um okkur og skoða svo bara töfluna í lokin”

Rakel spilaði með nokkuð áberandi umbúðir á vinstri olnboganum í kvöld og landsliðskonan Fanndís spilaði ekkert í leiknum. Hvað veldur?

“Ég og Fanndís vorum í slag,” sagði Rakel á léttu nótunum.

“Fanndís er stíf, mjög stíf, og ekkert vit í að spila svoleiðis. Ég fékk eitthvað aðeins högg á hendina, einhver pínulítil sprunga. Ekkert alvarlegt.”

Viðtalið við Rakel má sjá í heild sinni í spilaranum hér efst.
Athugasemdir
banner
banner