Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mið 16. ágúst 2017 22:22
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Ég og Fanndís vorum í slag
Kvenaboltinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Rakel fannst fyrri hálfleikur góður í kvöld en sá seinni skrítinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
“Ég er sérstaklega ánægð með fyrri hálfleikinn. Mér fannst hann góður hjá okkur. Það komu svona pínu skrítnir kaflar í seinni hálfleik þar sem við vorum að sparka boltanum útaf og á þeirra leikmenn, svolítið skrítinn kafli. Í heildina ánægð með sigurinn auðvitað,” sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir tveggja marka sigur á Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik er nú komið í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. þangað til annað kvöld þegar umferðin klárast með 3 leikjum. Nú eru 5 umferðir eftir en Breiðablik á eftir að spila við liðin sem sitja nú í 3. og 4. sætinu, Stjörnuna og ÍBV. Hvernig verður framhaldið?

“Við ætlum bara að taka gömlu klisjuna: einn leik í einu. Það þýðir ekkert annað eins og staðan er núna. Við stjórnum í raun ekki ferðinni. Stjórnum bara því sem við gerum. Það er það eina sem við getum gert og ætlum að gera, hugsa um okkur og skoða svo bara töfluna í lokin”

Rakel spilaði með nokkuð áberandi umbúðir á vinstri olnboganum í kvöld og landsliðskonan Fanndís spilaði ekkert í leiknum. Hvað veldur?

“Ég og Fanndís vorum í slag,” sagði Rakel á léttu nótunum.

“Fanndís er stíf, mjög stíf, og ekkert vit í að spila svoleiðis. Ég fékk eitthvað aðeins högg á hendina, einhver pínulítil sprunga. Ekkert alvarlegt.”

Viðtalið við Rakel má sjá í heild sinni í spilaranum hér efst.
Athugasemdir