þri 16. september 2014 09:35
Elvar Geir Magnússon
Æðsta ósk Ronaldo að fara aftur til Man Utd
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Newcastle?
Næsti stjóri Newcastle?
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo er helsta umfjöllunarefni ensku blaðanna en hann er sagður þrá endurkomu til Manchester United. BBC er búið að taka saman það helsta í slúðrinu.

Cristiano Ronaldo (29 ára) er kominn með leið á lífinu hjá Real Madrid og vill helst af öllu snúa aftur til Manchester United. Þetta segir Ramon Calderon, fyrrum forseti spænska félagsins. (TalkSport)

Manchester United er með tilboð til Real um að kaupa Ronaldo til baka en leikmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning á Spáni fyrir 12 mánuðuðum síðan. (Sky Sports)

Líkurnar á því að Ronaldo fari til United eru talsverðar í ljósi þess að Paris St-Germain útilokar að gera tilboð í leikmanninn. (Daily Star)

Liverpool gæti gert tilboð í Ezequiel Lavezzi en argentínski framherjinn (29) fær takmarkaðan spiltíma hjá PSG í Frakklandi. Hann hefur ekki fengið 90 mínútur í neinum af þremur fyrstu deildarleikjum tímabilsins. (Daily Express)

Pedro (27) hefur sent Arsenal og Liverpool skilaboð með því að segjast vera tilbúinn að yfirgefa Barcelona á næsta ári. Hann óttast að verða varaskeifa fyrir Luis Suarez sem keyptur var í sumar. (Metro)

Belginn Eden Hazard hjá Chelsea er nálægt því að skrifa undir fimm ára samning sem færir honum 200 þúsund pund í vikulaun. Chelsea vonast til þess að samningurinn geri það að verkum að Paris St-Germain hætti að eltast við Hazard. (Daily Mail)

Varnarmaðurinn Fabricio Coloccini (32) hjá Newcastle er óvæntur möguleiki í starf knattspyrnustjóra ef Mike Ashley ákveður að reka Alan Pardew. (Daily Telegraph)

Alejandro Sabella sem þjálfaði Argentínu á HM í sumar gæti tekið við stjórastöðu Leeds United en Championship-félagið rak Dave Hockaday í ágúst. (Daily Mirror)

Liverpool vonast til að fá grænt ljós frá borgaryfirvöldum í þessum mánuði á stækkun og endurnýjun Anfield. (Daily Telegraph)

James Milner (28) er sannfærður um að Manchester City geti unnið Meistaradeildina þetta tímabilið. (Guardian)

Steven Gerrard (34), fyrirliði Liverpool, segir að það yrðu ólýsanleg vonbrigði ef liðinu tækist ekki að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. (Daily Mail)

Paul Scholes segir að Real Madrid hafi veikt möguleika sína á titilvörn í Meistaradeildinni með því að selja Xabi Alonso og Angel Di Maria. Nú sé lag fyrir enskt lið að vinna keppnina. (Independent)

Jack Cork (25), miðjumaður Southampton, vill skrifar undir nýjan samning við Dýrlingana. Hann var orðaður við Crystal Palace í sumar. (Sky Sports)

Steward Downing hjá West Ham segist þurfa að bíða eftir því að Roy Hodgson hætti með enska landsliðið til að eiga möguleika á því að vera valinn. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner