Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. september 2014 12:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í 19. umferð: Hann er mjög góður stuðningsmaður
Leikmaður 19. umferðar - Kassim Doumbia (FH)
Kassim Doumbia í leiknum á sunnudaginn.
Kassim Doumbia í leiknum á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið. Veðrið var mjög vont og völlurinn var ekki góður. Við erum ánægðir með stigin þrjú," sagði Kassim ,,the dream" Doumbia við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deildinni eftir 2-0 sigur FH á Þór.

Kassim skoraði bæði mörk FH í leiknum eftir föst leikatriði. ,,Þetta er í fyrsta skipti sem ég skora tvö mörk í sama leik. Mitt aðalstarf er að passa upp á að andstæðingarnir skori ekki en það er bónus ef ég næ að skora líka."

Kassim fékk gula spjaldið eftir að hann og Ármann Pétur Ævarsson áttust við í teignum fyrir hornspyrnu.

,,Ég veit ekki af hverju ég fékk gult spjald. Ég reyndi bara að fara frá leikmanninum. Dómarinn sagði okkur að hætta og ég gerði ekkert. Leikmaðurinn sparkaði síðan í mig og við fengum báðir spjald. Mér fannst þetta ekki rétt en svona getur gerst."

Kassim var dæmdur í þriggja leikja bann eftir rautt spjald gegn Blikum í júlí en hann er ánægður með að vera kominn á fulla ferð á nýjan leik.

,,Ég kom aftur til baka gegn Víkingi. Þegar maður spilar ekki í þremur leikjum í röð þá er það ekki eins tilfinning og þegar þú spilar í hverri viku. Ég var duglegur að æfa til að halda mér í formi og þjálfarinn gaf mér traustið á nýjan leik."

Fyrir leikinn gegn Þór á sunnudag slasaðist stuðningsmaður FH alvarlega þegar hann féll úr stúkunni eftir að hafa reynt að gefa Jóni Ragnari Jónssyni fimmu.

,,Þetta er mjög slæmt. Enginn vill sjá svona atvik. Allir leikmenn FH voru leiðir yfir þessu atviki en við þurftum að einbeita okkur að leiknum. Eftir leik fóru allir að spyrja út í líðan hans."

,,Ég er mjög leiður yfir þessu því hann er góður stuðningsmaður. Ég þekki hann aðeins og hann talar við mig eftir alla leiki. Fyrir leikinn gegn Þór var hann mættur að horfa á okkur á æfingu. Hann er mjög góður stuðningsmðaur FH."


FH hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir.

,,Allir leikir eru mikilvægir og þetta eru allt úrslitaleikir. Við þurfum að vinna okkar leiki því Stjarnan er að standa sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um sjálfa okkur og vinna okkar leiki. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum að vera einbeittir fram í síðasta leik," sagði Kassim.

Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 17. umferðar - Ólafur Páll Snorrason (FH)
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner