þri 16. september 2014 20:07
Alexander Freyr Tamimi
Blanc óttast 19 ára undrabarn Ajax
Hollenski
El Ghazi er með efnilegri leikmönnum Hollands.
El Ghazi er með efnilegri leikmönnum Hollands.
Mynd: Heimasíða Ajax
Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint-Germain, vill alls ekki að sínir menn vanmeti Ajax í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudag.

Liðin mætast á Amsterdam Arena í F-riðli, en með þeim í riðlinum eru Barcelona og Apoel.

Blanc segist hafa skoðað lið Ajax vel og telur að leikmenn PSG verði að fara varlega. Þá bendir hann á að hið 19 ára undrabarn, Anwae El Ghazi, sé hörkuleikmaður.

,,Gregory van der Wiel sagði okkur nokkra hluti um Ajax og leikmennina þeirra. Hann var hluti af liðinu þegar hann var strákur og þekkir þá út og inn," sagði Blanc við blaðamenn.

,,En við höfum líka horft á margar upptökur. Mér finnst El Ghazi vera góður leikmaður. Við verðum að fara varlega."

Áðurnefndur El Ghazi ólst upp hjá Sparta Rotterdam en gekk til liðs við Ajax árið 2013. Hann er fæddur árið 1995 en hefur skorað tvö mörk í fjórum deildarleikjum fyrir félagið á sínu fyrsta tímabili með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner