Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. september 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Drogba gæti spilað gegn Schalke
Didier Drogba lætur vaða.
Didier Drogba lætur vaða.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba æfði óvænt með Chelsea í dag og gæti komið við sögu í leiknum gegn Schalke í Meistaradeildinni (G-riðli) annað kvöld.

Drogba hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla en þau virtust ekki hrjá hann á æfingu í morgun.

Síðasta snerting Drogba í Meistaradeildinni var úrslitavítið í úrslitaleiknum gegn Bayern München 2012.

Jose Mourinho hefur úr fullum hópi að velja fyrir leikinn og mun líklega halda sér við Diego Costa í fremstu víglínu en Drogba getur verið til taks á bekknum.

Chelsea á svo stórleik gegn Manchester City á sunnudag svo Mourinho er líklegur til að nota fyrsta tækifæri ef það gefst til að hvíla menn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner