Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 16. september 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson: Þóra á skilið þakklæti og hrós
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því serbneska í lokaleik sínum í undankeppni HM og verður leikið á Laugardalsvelli á morgun miðvikudag klukkan 17. Þó svo að Ísland eigi ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Kanada þá skiptir máli að ljúka keppninni á jákvæðum nótum og setja þar með tóninn fyrir undankeppni EM.

Fótbolti.net kíkti á æfingu á Laugardalsvellinum og ræddi við Frey Alexandersson, þjálfara liðsins,

„Áhorfendur munu fá að sjá góðan leik held ég. Serbneska liðið er vel spilandi og með góða einstaklinga. Við fáum sennilega hörkufótboltaleik þar sem íslenska liðið ætlar að reyna að halda áfram að bæta sinn leik," segir Freyr.

„Eftir leikinn gegn Ísrael var ég ekkert ofboðslega ánægður með margar ákvarðanir sem við tókum en svo þegar ég horfði á hann aftur var þetta aðeins betra en manni fannst strax eftir leik. Við æfðum í gær ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi vallarins og það gekk vel. Það var mikill stígandi í því sem við vorum að gera."

Markvörðurinn, Þóra Helgadóttir, hefur gefið út að þetta verði hennar síðasti landsleikur, sá 108. í röðinni, og er hér gott tækifæri fyrir áhorfendur að kveðja hana eftir frábæran feril.

„Það væri óskandi að þessi stórkostlegi íþróttamaður fái sigur í fyrsta lagi og að hún spili góðan leik. Að mínu mati er þetta einstakur íþróttamaður að því leyti að hún hefur verið í fremstu röð rosalega lengi. Hún hefur verið í A-landsliðinu síðan 1998 og er komin með einhverja 110 A-landsleiki. Hún á skilið mikið þakklæti og hrós."

Viðtalið má sjá i heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner