Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. september 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóðverja á leið í fjölbragðaglímu?
Tim Wiese (til vinstri) á átta landsleiki að baki.
Tim Wiese (til vinstri) á átta landsleiki að baki.
Mynd: Twitter
Tim Wiese, fyrrum markvörður í þýska landsliðinu, er með tilboð um að taka þátt í fjölbragðaglímu (e: wrestling) í Bandaríkjunum.

Hinn 32 ára gamli Wiese spilaði með Kaiserslautern, Werder Bremen og Hoffenheim í þýsku Bundesligunni áður en síðastnefnda liðið lét hann fara í janúar síðastliðnum.

Í kjölfarið ákvað Wiese að henda markmannshönskunum til hliðar og einbeita sér að líkamsrækt.

Wiese er nú yfir 115 kíló og hann gæti verið á leið í fjölbragðaglímuna.

,,Ég er með formlega fyrirspurn frá WWE um að keppa í fjölbragðaglímu. Ég mun hlusta á tilboðið. Af hverju ætti ég að segja strax nei? Fjölbragðaglíma er mjög vinsæl, sérstaklega í Bandaríkjunum," sagði Wiese.
Athugasemdir
banner
banner
banner