Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. september 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Soccerway 
Gary Neville telur líkur á að Ronaldo fari til Manchester
Neville og Rooney að fagna marki á sínum tíma.
Neville og Rooney að fagna marki á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Gary Neville telur það mögulegt að Cristiano Ronaldo snúi aftur á Old Trafford eftir góðan árangur Manchester United í félagsskiptaglugganum í sumar.

Ronaldo er talinn vera óhamingjusamur innan herbúða Real Madrid eftir sölur á Angel di Maria og Xabi Alonso.

,,Í sumar var talað um að Cristiano Ronaldo eða Gareth Bale myndu yfirgefa félagið og núna eru orðrómar í gangi um að Ronaldo sé ekki hamingjusamur í Madríd," sagði Neville í mánudagsþætti Sky Sports.

,,Fyrsta spurningin er hvort Ronaldo sé búinn að vinna allt sem hann vill vinna með Real. Þeir unnu Meistaradeildina á síðasta tímabili og hafa unnið flest annað með Ronaldo.

,,Önnur spurning er hvort hann elski Manchester. Hann gerir það algjörlega, hann hefur talað mikið um það síðustu 12 til 18 mánuði um hversu mikið hann saknar Old Trafford.

,,Eftir komu Di Maria og Radamel Falcao er ekki hægt að segja annað en að koma Ronaldo sé líklegri en áður. Félagið hefur sýnt að það vill vera meðal þeirra bestu.

,,Við sátum hér fyrir sumarið og ræddum um hvort Man Utd tækist að kaupa leikmenn í heimsklassa án þess að spila í Evrópu. Það tókst fullkomlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner