þri 16. september 2014 06:00
Elvar Geir Magnússon
Gervinho framlengdi við Roma
Gervinho í landsleik með Fílabeinsströndinni.
Gervinho í landsleik með Fílabeinsströndinni.
Mynd: Getty Images
Þó söknuðurinn meðal stuðningsmanna Arsenal sé ekki mikill þá er staðreyndin sú að Gervinho hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Roma.

Fílabeinsstrendingurinn hefur nú ritað nafn sitt á nýjan fjögurra ára samning við ítalska félagið.

Gervinho stóð sig vel á fyrsta tímabili sínu með Roma og skoraði níu mörk í 33 leikjum, sérstaklega var hann öflugur í upphafi tímabils.

Gervinho er nú bundinn félaginu þar til sumarið 2018. Roma hefur unnið báða leiki sína til þessa í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner