Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. september 2014 18:30
Alexander Freyr Tamimi
Guardiola: United hafði ekki efni á okkar leikmönnum
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern Munchen, segir að Manchester United hafi ekki haft efni á því að kaupa stjörnur liðsins í sumar.

United eyddi um 175 milljónum evra í leikmenn á borð við Angel Di Maria, Luke Shaw, Daley Blind, Marcos Rojo, Ander Herrera og Radamel Falcao í sumar, en félagið var einnig orðað við þá Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben og Thomas Muller.

,,United hafði ekki efni á þeim," sagði Guardiola einfaldlega.

,,Ég sá að þeir eyddu miklu, það er gott fyrir vin minn Louis. Það er hluti af leiknum."

,,Öll félög í heimi vilja leikmenn annarra félaga. Hnignun United er góð lexía fyrir stórliðin. Það er aldrei hægt að slaka á."

Athugasemdir
banner
banner