þri 16. september 2014 13:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Guðjón Árni: Ástríðan enn í fótboltanum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Árni Antoníusson kom inn sem varamaður í sigri FH gegn Þór síðasta sunnudag og spilaði nokkrar mínútur. Þessi öflugi bakvörður hefur verið mikið frá eftir að hafa fengið alvarleg höfuðhögg.

„Ég hætti að finna fyrir svimanum er ég byrjaði að hlaupa í júlí og ég fór svo að mæta á æfingar í lok mánaðarins. Ég gat svo alltaf gert meira á hverri æfingu,“ segir Guðjón í samtali við Vísi.

„Ég er ekki að skemma neitt, sögðu fremstu menn landsins í heila- og taugaskurðlækningum. Mér finnst svo ógeðslega gaman í fótbolta og ástríðan er enn þar."

„Ég reyndi að finna mér annað að gera eins og tengt þjálfun. Ég þarf einhvern meiri aðdraganda áður en ég hætti. Mér finnst svo gaman að fara á æfingar og taka á því.“

Guðjón segist ekkert hlífa sér í baráttunni og er tilbúinn að spila ef þjálfarinn leitar eftir því. FH trónir á toppi Pepsi-deildarinnar, tveimur stigum á undan Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner