Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. september 2014 10:15
Magnús Már Einarsson
Markvörðurinn drakk piss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ótrúlegt atvik átti sér stað í fjórðu deildinni í Sviss um helgina í leik FC Baten og Muri. Stuðningsmenn Baden náðu þá að stela vatnsbrúsanum hjá Reto Felder markverði Muri.

Óprúttinn stuðningsmaður pissaði síðan í brúsann áður en stuðningsmennirnir settu hann aftur á sinn stað.

Felder tók ekki eftir neinu og fékk sér í kjölfarið tvívegis sopa úr brúsanum.

,,Ég hef aldrei lent í neinu svona. Þetta er ógeðslegt. Þegar ég tók sopa þá áttaði ég mig á því að drykkurinn var heitur en ég hélt fyrst að það væri út af sólinni. Þegar ég tók annan sopa áttaði ég mig á því að það var eitthvað að," sagði Felder reiður eftir leik.

Felder fór á spítala þar sem hann fór í prufur til að athuga hvort hann hefði smitast eftir sopann.

Forráðamenn Muri hafa hins vegar hafið leit að stuðningsmanninum sem pissaði í flöskuna en meðal annars á að skoða myndatökur úr öryggismyndavél á vellinum. Ef sökudólgurinn finnst á hann yfir höfði sér ákæru.
Athugasemdir
banner
banner