Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. september 2014 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin: Happadagur Liverpool - Dortmund vann Arsenal
Balotelli opnaði markareikninginn í kvöld.
Balotelli opnaði markareikninginn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað í dag með nokkrum skemmtilegum leikjum sem er nú öllum lokið.

Liverpool sneri aftur í deild þeirra bestu eftir nokkurra ára hlé og lenti í bullandi vandræðum á heimavelli gegn Ludogorets frá Búlgaríu.

Heimamönnum gekk ekki að skora og var Ludogorets meira að segja nálægt því að komast yfir í einhver skipti, en á 81. mínútu tókst Mario Balotelli að brjóta ísinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið.

Ludogorets ætlaði hins vegar að fá eitthvað úr þessum leik og jafnaði metin á 90. mínútu með marki frá Dani Alabo.

En heppnin var með Liverpool í dag og fékk liðið víti seint í uppbótartíma, þar sem Steven Gerrard var ískaldur og skoraði og tryggði Liverpool sigurinn.

Borussia Dortmund var án lykilmanna á borð við Marco Reus, Nuri Sahin og Ilkay Gundogan, en tókst þrátt fyrir það að vinna góðan 2-0 sigur gegn Arsenal á Signal Iduna Park.

Ciro Immobile kom þeim þýsku í 1-0 rétt fyrir leikhlé og snemma í seinni hálfleik bætti Pierre-Emerick Aubameyang við öðru marki. Fleiri mörk voru ekki skoruð og sigur Dortmund staðreynd.

Gríska liðið Olympiakos vann óvæntan 3-2 sigur gegn silfurliði Real Madrid, og þá vann Juventus 2-0 sigur gegn Malmö frá Svíþjóð þökk sé Carlos Tevez.

Real Madrid rúllaði yfir Basel, 5-1, þar sem Gareth Bale, Cristiano Ronaldo, James Rodriguez og Karim Benzema voru allir á skotskónum.

Juventus 2 - 0 Malmo FF
1-0 Carlos Tevez ('59 )
2-0 Carlos Tevez ('90)


Olympiakos 3 - 2 Atletico Madrid
1-0 Arthur Masuaku ('13 )
2-0 Ibrahim Afellay ('31 )
2-1 Mario Mandzukic ('38 )
3-1 Konstantinos Mitroglou ('73 )
3-2 Antoine Griezmann ('86 )


Liverpool 2 - 1 Ludogorets
1-0 Mario Balotelli ('82 )
1-1 Dani Alabo ('90)
2-1 Steven Gerrard ('90, víti)


Real Madrid 5 - 1 Basel
1-0 Marek Suchy ('14 , sjálfsmark)
2-0 Gareth Bale ('30 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('31 )
4-0 James Rodriguez ('37 )
4-1 Derlis Gonzalez ('38 )
5-1 Karim Benzema ('79 )


Monaco 1 - 0 Bayer
1-0 Joao Moutinho ('61 )


Benfica 0 - 2 Zenit
0-1 Hulk ('5 )
0-2 Axel Witsel ('22 )
Rautt spjald:Artur, Benfica ('18)


Galatasaray 1 - 1 Anderlecht
0-1 Dennis Praet ('52 )
1-1 Burak Yilmaz ('90)


Borussia Dortmund 2 - 0 Arsenal
1-0 Ciro Immobile ('45 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('48 )
Athugasemdir
banner
banner