Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 16. september 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Dortmund mætir Arsenal
Henrikh Mkhitaryan og Nuri Sahin í sterku liði Dortmund, sem mætir Arsenal.
Henrikh Mkhitaryan og Nuri Sahin í sterku liði Dortmund, sem mætir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það eru átta leikir á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld og eru þrír þeirra sýndir beint á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Borussia Dortmund fær Arsenal í heimsókn í stærsta leik dagsins sem verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Liverpool fær þá Ludogorets í heimsókn á Stöð 2 Sport 3 og Real Madrid spilar við svissneskt lið Basel, sem hefur strítt Liverpool, Man Utd og Chelsea í síðustu keppnum, á Sport 4.

Atletico Madrid heimsækir Olympiakos til Grikklands og Ítalíumeistarar Juventus mæta Malmö.

Galatasaray á þá leik við Anderlecht í Tyrklandi og Benfica mætir Zenit frá Sankti Pétursborg.

Leikir dagsins:

A-riðill:
18:45 Juventus - Malmö
18:45 Olympiakos - Atletico Madrid

B-riðill:
18:45 Liverpool - Ludogorets (Beint á Stöð 2 Sport 3)
18:45 Real Madrid - Basel (Beint á Stöð 2 Sport 4)

C-riðill:
18:45 Monaco - Bayer Leverkusen
18:45 Benfica - Zenit

D-riðill:
18:45 Dortmund - Arsenal (Beint á Stöð 2 Sport)
18:45 Galatasaray - Anderlecht
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner