Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 16. september 2017 17:35
Daníel Geir Moritz
Gunni Borgþórs: Lögðust á magann og lokuðu augunum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gunnar Borgþórs var ósáttur með fyrri hálfleik sinna manna í 4-0 tapi Selfoss gegn Þrótti. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfileg frammistaða hjá okkur,“ sagði Gunni um fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  0 Selfoss

„Við byrjuðum reyndar leikinn bara nokkuð vel. Fyrstu 5 mínúturnar. Fáum gott skotfæri og erum mjög þéttir. Svo fáum við á okkur mark og þá lögðust allir á magann og lokuðu augunum. Við þurfum að finna skýringar. Við höfum ekki brotnað svona áður, ekki síðan fyrir rúmum tveimur árum síðan.“

Gunni skellti ekki ábyrgðinni alfarið á leikmenn þrátt fyrir að tala um alvarleg mistök og að Þróttur hafi fengið gefins mörk. Við gerum mistök þjálfararnir. Við stillum vitlaust upp og við ræðum aðeins saman í hálfleik og við gáfumst ekki upp. Strákarnir sýna karakter með að koma inn í seinni hálfleik með tapaðan leik. Þetta er tapaður leikur í hálfleik og við spiluðum þéttan varnarleik og fengum ekki á okkur færi í síðari hálfleik.“

Selfoss var spáð góðu gengi í sumar en það hefur hreint ekki verið raunin. „Við erum klárlega mjög vonsviknir með 9. sætið. Við ætluðum að vera ofar,“ sagði Gunnar. Sumir spekingar spáðu Selfossi m.a.s. upp um deild. „Já, sumir gerðu það. Það skiptir okkur engu máli. Hugsanlega truflaði það einhverja leikmenn en við erum alveg raunsæir á það. En við töldum okkur vera með betra lið, betri þjálfara, betri leikmenn og betra leikskipulag en taflan lýgur ekki.“ 

Athugasemdir
banner
banner