PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 16. september 2017 17:35
Daníel Geir Moritz
Gunni Borgþórs: Lögðust á magann og lokuðu augunum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gunnar Borgþórs var ósáttur með fyrri hálfleik sinna manna í 4-0 tapi Selfoss gegn Þrótti. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfileg frammistaða hjá okkur,“ sagði Gunni um fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  0 Selfoss

„Við byrjuðum reyndar leikinn bara nokkuð vel. Fyrstu 5 mínúturnar. Fáum gott skotfæri og erum mjög þéttir. Svo fáum við á okkur mark og þá lögðust allir á magann og lokuðu augunum. Við þurfum að finna skýringar. Við höfum ekki brotnað svona áður, ekki síðan fyrir rúmum tveimur árum síðan.“

Gunni skellti ekki ábyrgðinni alfarið á leikmenn þrátt fyrir að tala um alvarleg mistök og að Þróttur hafi fengið gefins mörk. Við gerum mistök þjálfararnir. Við stillum vitlaust upp og við ræðum aðeins saman í hálfleik og við gáfumst ekki upp. Strákarnir sýna karakter með að koma inn í seinni hálfleik með tapaðan leik. Þetta er tapaður leikur í hálfleik og við spiluðum þéttan varnarleik og fengum ekki á okkur færi í síðari hálfleik.“

Selfoss var spáð góðu gengi í sumar en það hefur hreint ekki verið raunin. „Við erum klárlega mjög vonsviknir með 9. sætið. Við ætluðum að vera ofar,“ sagði Gunnar. Sumir spekingar spáðu Selfossi m.a.s. upp um deild. „Já, sumir gerðu það. Það skiptir okkur engu máli. Hugsanlega truflaði það einhverja leikmenn en við erum alveg raunsæir á það. En við töldum okkur vera með betra lið, betri þjálfara, betri leikmenn og betra leikskipulag en taflan lýgur ekki.“ 

Athugasemdir
banner