mán 16. október 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bale gæti misst af báðum leikjunum gegn sínu gamla félagi
Gareth Bale var keyptur til Real Madrid frá Tottenham.
Gareth Bale var keyptur til Real Madrid frá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, telur að Gareth Bale gæti misst af báðum leikjunum gegn Tottenham í Meistaradeildinni. Hann hefur staðfest að Bale verði ekki með Madrídarliðinu á morgun þegar liðin mætast á Spáni.

Þá gæti hann misst af viðureigninni á Wembley þann 1. nóvember.

Bale hefur verið í meiðslavandræðum á tímabilinu og ekki spilað fyrir lið eða land síðan 26. september vegna kálfameiðsla.

Óljóst er hvenær hann mun snúa aftur.

„Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég get ekki sagt til um það hvort hann nái leiknum á Englandi, ég vona það en get ekki verið viss," segir Zidane.

Dele Alli verður ekki með Tottenham í leiknum á morgun þar sem hann afplánar síðasta leik sinn í banni frá Evrópuleikjum.

Leikur Real Madrid og Tottenham verður klukkan 18:45 á morgun. Bæði lið eru með sex stig eftir tvær umferðir í H-riðli en Dortmund og APOEL eru án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner