Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic: Arnautovic hefur byrjað ansi rólega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slaven Bilic viðurkennir að Marko Arnautovic, sem var keyptur fyrir metfé í sumar, hefur ekki byrjað sérlega vel hjá West Ham.

Hamrarnir borguðu tæplega 25 milljónir punda fyrir Austurríkismanninn, sem er aðeins búinn að koma við sögu í þremur af fyrstu átta leikjum tímabilsins.

Arnautovic fékk rautt spjald í annari umferð gegn Southampton fyrir að gefa Jack Stephens hættulegt olnbogaskot.

Sóknarmaðurinn var dæmdur í þriggja leikja bann og fékk flensuna þegar hann kom loks úr banninu. Hann spilaði sinn fyrsta deildarleik í tvo mánuði þegar West Ham gerði 1-1 jafntefli við Burnley.

„Hann hefur byrjað ansi rólega, það er rétt, en það er bara vegna þess að hann var dæmdur í þriggja leikja bann," sagði Bilic.

Bilic skipti honum útaf í hálfleik gegn Burnley eftir að Andy Carroll lét reka sig af velli.

„Mér finnst að ég hafi tekið rétta ákvörðun með að skipta Arnautovic útaf. Hann var ekki að spila illa, okkur vantaði einfaldlega liðsstyrk á miðjuna, verandi manni færri."
Athugasemdir
banner
banner