Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. október 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku hefur ekki áhyggjur af markaþurrð gegn stóru liðunum
Mynd: Twitter
Romelu Lukaku segist ekki velta sér uppúr því hversu illa honum gengur að skora á móti sterkustu liðum Úrvalsdeildarinnar.

Frá komu sinni til Englands hefur Lukaku aðeins skorað 15 mörk í 57 leikjum gegn sex stærstu liðunum, Man City, Man Utd, Chelsea, Tottenham, Arsenal og Liverpool.

Lukaku brenndi af góðu færi í markalausu jafntefli gegn Liverpool um helgina, en hann er búinn að gera 16 mörk í 13 leikjum á tímabilinu.

„Ég hugsa bara ekkert um það, ég held mínu striki og einbeiti mér að næsta verkefni," sagði Lukaku.

„Ég mun byrja að skora meira gegn stórliðum nú þegar ég spila fyrir Man Utd. Everton spilaði ekki alltaf til sigurs gegn bestu liðunum og þess vegna skoraði ég minna, ég held að það muni breytast strax á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner