Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 16. október 2017 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho hefur ekki gengið vel á erfiðustu útivöllunum
Mynd: Getty Images
Tölfræði um slæmt gengi Jose Mourinho á útivelli gegn bestu liðum ensku deildarinnar hefur verið að ganga um netheima í dag.

Síðustu tíu útileikir sem lið undir stjórn Mourinho hafa spilað gegn öðrum stórliðum hafa verið afar slæmir.

Lærisveinum Mourinho tókst aðeins að skora í tveimur af tíu útileikjum en náðu þó fimm markalausum jafnteflum.

Taktík Manchester United gegn Liverpool um helgina hefur verið harkalega gagnrýnd þar sem Mourinho virtist stilla Rauðu djöflunum upp til að sækja jafntefli frekar en sigur.

Síðustu tíu útileikir Mourinho:
Jan 2015 Tottenham 3-5
Apr 2015 Arsenal 0-0
Ágú 2015 Man City 0-3
Nóv 2015 Tottenham 0-0
Okt 2016 Liverpool 0-0
Okt 2016 Chelsea 0-4
Apr 2017 Man City 0-0
Maí 2017 Arsenal 0-2
Maí 2017 Tottenham 1-2
Okt 2017 Liverpool 0-0
Athugasemdir
banner
banner
banner