Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. október 2017 10:00
Fótbolti.net
Þjálfaralistinn - Talsvert margar breytingar
Ólafur Kristjánsson tók við FH.
Ólafur Kristjánsson tók við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristins er mættur aftur til KR.
Rúnar Kristins er mættur aftur til KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason tók við Fjölni.
Ólafur Páll Snorrason tók við Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jói Kalli er tekinn við ÍA.
Jói Kalli er tekinn við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Ómar er nýr þjálfari Hauka.
Kristján Ómar er nýr þjálfari Hauka.
Mynd: Haukar
Óskar Hrafn tók við Gróttu.
Óskar Hrafn tók við Gróttu.
Mynd: Grótta
Bjarni Jó fór vestur.
Bjarni Jó fór vestur.
Mynd: Vestri
Líkt og undanfarin ár þá rúllar Fótbolti.net yfir þjálfaramálin í efstu deildum karla. Breyingar hafa verið á aðalþjálfurum fjögurra liða í Pepsi-deildinni núna í haust.



Pepsi-deild karla:

Valur - Ólafur Jóhannesson
Ólafur gerði Val að Íslandsmeisturum með glæsibrag og verður áfram við stjórnvölinn með Sigurbjörn Hreiðarsson sér við hlið.

Stjarnan - Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll er að fara inn í sitt fimmta tímabil með Stjörnuna en liðið hafnaði í 2. sæti í ár.

FH - Ólafur Kristjánsson
FH-ingar létu Heimi Guðjónsson fara en hann var heil 18 ár hjá félaginu. Óli Kristjáns er kominn heim frá Danmörku en hann er uppalinn FH-ingur.
Óli Kristjáns: Þörf á því að fá nýtt blóð hjá FH

KR - Rúnar Kristinsson
KR-ingar misstu af Evrópusæti og Willum fór aftur í pólitíkina. Rúnar Kristinsson er kominn heim og fær það verkefni að koma KR aftur upp í titilbaráttuna.
Rúnar Kristins: KR er í mínu hjarta

Grindavík - Óli Stefán Flóventsson
Óvissa ríkti um hvort Óli yrði áfram með Grindavík en á endanum náðist samkomulag.
Óli Stefán: Náðum endum saman eftir gott spjall

Breiðablik - Ágúst Gylfason
Þjálfaraskipti urðu eftir tímabilið í Kópavoginum. Milos Milojevic var ekki boðinn nýr samningur og Ágúst Gylfason færði sig um set frá Fjölni eftir góða frammistöðu
Gústi Gylfa: Rétti tímapunkturinn að færa mig yfir

KA - Srdjan Tufegdzic
Kom KA upp á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari og skilaði liðinu í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á liðnu sumri.

Víkingur R. - Logi Ólafsson
Logi gerði samning út næsta tímabil en þarf að fá nýjan aðstoðarþjálfara eftir að Bjarni Guðjónsson varð aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR.

ÍBV - Kristján Guðmundsson
Kristján verður áfram þjálfari ÍBV en hann stýrði ÍBV til bikarmeistaratitils í sumar og hélt liðinu í deild þeirra bestu.
Formaður ÍBV um Kristján: Árangurinn frábær

Fjölnir - Ólafur Páll Snorrason
Fyrrum aðstoðarþjálfari FH og Fjölnis tekur nú við stjórnartaumunum í Grafarvogi eftir að Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki. Óli Palli er uppalinn hjá Fjölni.
Óli Palli: Ætla að endurheimta það sem hvarf á braut

Fylkir - Helgi Sigurðsson
Stýrði Árbæingum til sigurs í Inkasso-deildinni á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari og verður áfram með liðið.

Keflavík - Guðlaugur Baldursson
Þessi fyrrum aðstoðarþjálfari FH tók við Keflavík fyrir ári síðan og kom liðinu upp úr Inkasso-deildinni á sínu fyrsta ári suður með sjó.

Inkasso-deildin:

Víkingur Ó. - Ejub Purisevic?
Ejub hefur legið undir feldi og ekki hefur verið staðfest hvort hann haldi áfram þjálfun Ólsara eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni.

ÍA - Jóhannes Karl Guðjónsson
Eftir fallið úr Pepsi-deildinni ákváðu Skagamenn að ráða Jóa Kalla sem valinn var þjálfari ársins í Inkasso-deildinni eftir að hafa stýrt HK í fjórða sætið.
Jói Kalli: Hefur alltaf verið draumur

Þróttur - Gregg Ryder
Gregg heldur áfram með Þrótt. Er að hefja sitt fimmta tímabil í þjálfarastólnum í Laugardal.

HK - Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn hefur verið aðstoðarþjálfari Stjörnunnar undanfarin ár en var í gærkvöldi kynntur sem nýr þjálfari HK eftir að Jóhannes Karl hélt heim á Skagann.

Leiknir R. - Kristófer Sigurgeirsson
Kristófer heldur áfram með Breiðhyltinga en hann skilaði liðinu í 5. sæti Inkasso-deildarinnar og í undanúrslit í bikar í sumar.

Þór - Lárus Orri Sigurðsson
Lárus Orri heldur áfram sem þjálfarinn í Þorpinu en Þórsarar höfnuðu í 6. sæti á liðnu tímabili.

Haukar - Kristján Ómar Björnsson
Stefán Gíslason lét af störfum eftir eitt ár sem aðalþjálfari Hauka. Kristján Ómar, fyrrum leikmaður liðsins, tók við.
Kristján Ómar: Get vel séð fyrir mér einhverjar breytingar

Selfoss - Gunnar Borgþórsson
Gunnar skrifaði undir nýjan samning við Selfyssinga þó niðurstaða liðins tímabils hafi verið vonbrigði. Gunnar tók við Selfyssingum um mitt sumar 2015.

Fram - Pedro Hipólító
Framarar halda áfram að setja traust sitt á portúgalska þjálfarann sem var ráðinn eftir umdeildan brottrekstur Ásmundar Arnarssonar á liðnu sumri. Fram endaði í 9. sæti í Inkasso-deildinni.
Pedro: Verðum að leggja hart að okkur fyrir næsta tímabil

ÍR - Brynjar Þór Gestsson
Brynjar kom Þrótti Vogum upp úr 3. deildinni á liðnu sumri og var svo ráðinn til ÍR í staðinn fyrir Arnar Þór Valsson sem lét af störfum.

Njarðvík - Rafn Markús Vilbergsson
Var valinn þjálfari ársins í 2. deild en hann stýrði liðinu til sigurs í deildinni á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn.

Magni - Páll Viðar Gíslason
Palli Gísla stýrði Magnamönnum upp í Inkasso-deildina á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari þeirra. Erfitt verkefni sem býður liðsins í mun öflugri deild.

2. deild:

Leiknir F. - Viðar Jónsson
Viðar heldur áfram með Fáskrúðsfirðinga en þeir féllu úr Inkasso-deildinni í sumar.

Grótta - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar tekur við liðinu af Þórhalli Dan Jóhannssyni eftir fall úr Inkasso-deildinni.

Víðir Garði - Guðjón Árni Antoníusson
Tók við Víði í júní og náði að hífa liðið upp töfluna, liðið endaði í þriðja sæti. Hann heldur áfram þjálfun í Garðinum.

Afturelding - Arnar Hallsson
Úlfur Arnar Jökulsson hætti með Aftureldingu en í stað hans var Arnar Hallsson ráðinn. Arnar hefur undanfarin ár starfað við þjálfun yngri flokka hjá HK.

Huginn - Brynjar Skúlason
Brynjar hefur verið þjálfari Hugins í áraraðir og heldur áfram um stjórnartaumana.

Tindastóll - ÓRÁÐIÐ
Stefán Arnar Ómarsson verður ekki áfram og því óvíst hvernig þjálfaramálin verða hjá Tindastóli næsta sumar.

Völsungur - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Heldur áfram að þjálfa á Húsavík.

Fjarðabyggð - Dragan Stojanovic
Ekki hafa neinar fréttir borist að austan og við reiknum því með Dragan Stojanovic áfram.

Vestri - Bjarni Jóhannsson
Gamli refurinn Bjarni Jó var tilkynntur sem nýr þjálfari Vestra fyrr í þessum mánuði.

Höttur - Nenad Zivanovic
Nenad verður áfram við stýrið á Egilsstöðum.

Kári - Lúðvík Gunnarsson
Akurnesingar eru komnir upp í 2. deild.

Þróttur Vogum - ÓRÁÐIÐ
Brynjar Gestsson hætti eftir að hafa komið Þrótturum upp í 2. deild þar sem hann tók við ÍR.
Athugasemdir
banner
banner
banner