Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 16. nóvember 2014 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar: Hvað klikkaði ekki?
Icelandair
Aron Einar í leiknum gegn Tékklandi í kvöld
Aron Einar í leiknum gegn Tékklandi í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var auðvitað svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Tékklandi í undankeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Tékkland 2 -  1 Ísland

Ísland hafði unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni fram að þessum leik en Ragnar Sigurðsson gaf Íslandi forystuna áður en Tékkar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Tékkar kláruðu síðan dæmið í síðari hálfleik eftir slæmt sjálfsmark íslenska liðsins.

,,Hvað klikkaði ekki? Feilsendingar, gefa þeim of mikið boltann og áttum í raun engin svör við þeirra sóknarleik. Þeir spiluðu sig auðveldlega í gegnum okkur alltof oft og í raun heppnir að þetta hafi ekki verið stærra," sagði Aron Einar við fjölmiðla eftir leik.

,,Þetta hefði getað dottið okkar megin einhvernvegin en við hefðum getað tapað þessu stærra líka."

,,Það var ekkert bara í vörninni heldur út um allt. Þetta var skref aftur á bak en við eigum eftir að fara vel yfir þennan leik og leikgreina hann og það eina sem skiptir máli er að í næsta leik tökum við skref fram á við."

,,Þetta er auðvitað svekkjandi og virkilega leiðinlegt fyrir fólkið sem kom alla leið hingað út til að horfa á okkur og við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld."


Aron Einar var afar ógnandi í leiknum og voru innköst hans þá í sviðsljósinu.

,,Það er vopn, sérstaklega að hafa ekki Kára að taka innköstin og þá er annar stór inni í teig. Það er vopn og allt það en það gekk í rauninni ekkert upp í dag, svo einfalt er það."

,,Ég og Emmi vorum sofandi á fjær í fyrra markinu og sáum manninn ekki koma bakvið okkur. Við vorum staðráðnir í því að koma út í seinni hálfleik og gera betur. Seinna markið einhvern vegin fór inn en þeir hefðu getað skorað úr öðrum færum,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner