Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 16. nóvember 2015 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder: Þurfum 5-6 leikmenn
Ryder ásamt Per Rud yfirmanni knattspyrnumála og Emil Atlasyni í dag.
Ryder ásamt Per Rud yfirmanni knattspyrnumála og Emil Atlasyni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Emil er topp leikmaður. Hann er með reynslu með stórum félögum á Íslandi og því er hann þannig leikmaður sem við þurfum að fá. Hann hefur líka mikla möguleika svo hann er góð viðbót fyrir félagið," sagði Gregg Ryder þjálfari Þróttar við Fótbolta.net í dag eftir að félagið tilkynnti um komu Emils Atlasonar í raðir félagsins. Emil var efstur á óskalista Ryder.

„Okkur vantaði sóknarmann og hann var einn af þeim fyrstu sem ég stökk á þegar ég áttaði mig á að hann væri á lausu. Við höfum talað saman um nokkra stund og þegar hefur gengið upp og ofan og ég ég held að hann átti sig á að þetta sé besta félagið fyrir hann. Við erum mjög spenntir fyrir því að vinna saman."

„Það var ekki erfitt að sannfæra hann en þegar nýtt félag kemur þarf að gefa ákveðin loforð og útskýra hvað maður ætlar að gera. Þegar við vorum búnir að því vildi hann alltaf semja við okkur."

„Ég hef þekkt til hans síðan ég kom til Íslands. Ég gerði njósnaskýrslur um hann fyrir ensk félög sem sýndu honum áhuga eftir frammistöðuna með U21 árs landsliðinu. Því hef ég fylgst mjög vel með honum og þess vegna vildi ég fá hann til Þróttar."


Viktor Jónsson kom til félagsins fyrir ári síðan á láni frá Víkingi og skoraði mikið en er nú farinn til baka. Emil leysir hans hlutverk.

„Ég set hann og Viktor í sama flokk. Hvorugur var búinn að ná toppi í sínum gæðum. Áður en Viktor kom hingað þurfti hann að sanna sig og hann gerði það. Hann vantaði sjálfstraust líka. Hann átti svo frábært ár hérna. Það er svipað með Emil, hann þarf trú á þessu og sjálfstraust. Hann gæti sprungið út með þessa hæfileika og slegið í gegn," sagði Ryder en er Emil lofað byrjunarliðssæti í Þrótti?

„Það er enginn byrjunarliðsmaður. Það er enginn sem getur komið hingað í félagið og orðið byrjunarliðsmaður. En það má búast við að hann byrji og hann má búast við að byrja miðað við hæfileika hans. Svo framarlega sem hann stendur sig vel sé ég ekki afhverju hann ætti ekki að gera það."

Þróttur hefur misst þegar nokkra leikmenn, Viktor Jónsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Hlyn Hauksson og Jón Arnar Barðdal en Emil er sá eini sem hefur komið.

„Við þurfum að styrkja okkur og það með gæða mönnum. Við leggjum hart að okkur við það og vonandi verður samið við fleiri á næstu vikum."

„Við erum búnir að missa vinstri bakvörð, og Alexander Veigar á miðjunni, Viktor og Jón Arnar Barðdal og við þurfum menn fyrir þá og þar að auki þarf að bæta við meiri gæðum. Okkur er alvara um að taka þátt í baráttunni á næsta tímabili, við ætlum ekki að vera bara eitt af liðunum og til þess þurfum við 5-6 leikmenn."

„Sem stendur erum við að líta í kringum okkur á Íslandi og viljum fá þá bestu sem við getum fengið. Það eru nokkrir aðrir sem við erum að tala við og viljum fá og eftir það munum við líta erlendis."

Athugasemdir
banner
banner
banner