Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. nóvember 2017 13:49
Elvar Geir Magnússon
Aftur talað um að Ronaldo ætli að fara frá Real Madrid
Er hann að hugsa sér til hreyfings?
Er hann að hugsa sér til hreyfings?
Mynd: Getty Images
Aftur er komin upp sú umræða að Cristiano Ronaldo ætli sér að fara frá Real Madrid. Portúgalinn hefur oft verið sagður vera að hugsa sér til hreyfings en það endar venjulega í því að hann fær betri samning.

Spænskir fjölmiðlar segja að Ronaldo hafi þegar rætt við Florentino Perez, forseta Real Madrid, og sagst vilja fara annað eftir tímabilið.

Ronaldo er 32 ára og á fjögur ár eftir af samningi sínum.

Sagt er að uppspretta óánægju Ronaldo hafi verið sú að Real Madrid hafi reynt að kaupa Kylian Mpappe áður en hann fór til PSG. Mbappe vill helst vinna úti vinstra megin, á sama svæði og Ronaldo spilar í, og sagt að Ronaldo hafi þótt tilraunir Real vera virðingarleysi í sinn garð.

Ofan á þetta hefur Ronaldo talað um að hann fái ósanngjarna meðhöndlun hjá skattayfirvöldum á Spáni.

Ronaldo hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í La Liga á Spáni á þessu tímabili en liðið er í þriðja sæti, átta stigum á eftir toppliði Barcelona.

Sjá einnig:
Ronaldo sagður hafa átt leynilegt símtal til Messi
Athugasemdir
banner
banner
banner