Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. nóvember 2017 15:00
Fótbolti.net
Álitsgjafar velja sinn draumariðil fyrir HM
Icelandair
Íslenska landsliðið er á leið á HM.
Íslenska landsliðið er á leið á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind Björg vill að Ísland mæti köldum Ronaldo.
Berglind Björg vill að Ísland mæti köldum Ronaldo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjammi vill mæta Brasilíu.
Hjammi vill mæta Brasilíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar og Gylfi.
Aron Einar og Gylfi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Doddi litli.
Doddi litli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þ. Sigurðsson.
Hannes Þ. Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Föstudaginn 1. desember verður dregið í riðla fyrir HM 2018 en nú er ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í Rússlandi.

Fótbolti.net fékk góða álitsgjafa til að setja saman sinn draumariðil fyrir mótið en hérna má sjá styrkleikaröðunina.

Willum Þór Þórsson, þingmaður:
Gestgjafarnir, stuð og stemning. Mexíkó og Sádí-Arabía allt skemmtilegt. Krefjandi en miklir möguleikar.

Þetta er eins og margra hæða konfektkassi og allir molarnir "góðir" - Vona að við mætum Argentínu á seinni stigum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona:
Portúgal: Þekkjum þá vel og höfum náð góðum úrslitum á móti þeim. Svo er Ronaldo eitthvað kaldur núna...

Perú: Eiga erfitt með að mæta svona "physical" liði eins og Íslandi.

Kórea: Ráða ekkert við okkur í háu boltunum í föstum leikatriðum.

Ég vil ekki fá Brasilíu. Liðið er einfaldlega of sterkt fyrir okkur. En við vinnum öll hin liðin!

Gunnar Jarl Jónsson, dómari í pásu:
Argentína. Það er eitthvað alltof súrealískt að Lionel Messi sé að spila á móti Íslandi. Hugsun sem hlýjar mér um hjartarætur. Verður að gerast.

England. Þarf að segja meira?

Nígería. Alltaf verið áhugamaður um Nígeríu, verið mitt lið síðan á HM 1994. Rashid Yekini var alltaf mikill toppmaður. Okocha líka skemmtikraftur.

Algjör draumadráttur. Jesús minn. Hlakka til. Möguleikar að komast áfram alveg til staðar þó riðillinn sé gríðarlega erfiður. En þetta er HM, mót sem ég byrjaði að horfa á 1990, lék og lýsti leikjum ALA Bjarni Fel úti á skólavelli. Þetta er bara svo stórt að maður trúir þessu ekki.

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur:
Brasilía, England, Ísland, Nígería.

Ég er löngu hættur að hafa áhyggjur af strákunum. Þeir geta unnið þá allra bestu og því vil ég sjá Ísland- Brasilía í fyrsta leik. England því það er bara svo gaman að vinna þá á stórmóti. Síðasta liðið væri svo Nígería en þeir hafa alltaf verið mínir menn á HM og því kjörið að mæta þeim.

Ég vil alls ekki mæta Króatíu, hrikalega þreytt að vera búnir að vera með þeim í riðli undanfarin mót og þurfa svo að mæta þeim aftur í lokakeppni, og svo eru þeir pottþétt núna í vondu skapi gagnvart okkur.

Stefán Árni Pálsson, fréttamaður á Vísi:
Pólverjar - Ég held að við eigum góðan séns í þá af þessum liðum í efsta styrkleikaflokki. Lokum vel á Robert Lewandowski, fáum víti og solid þrjú stig í fyrsta leik á HM.

Panama - Ég tel þetta verða léttasti andstæðingurinn á HM og því verð ég að velja það úr neðsta styrkleikaflokknum. Þarna gerir Jói Berg þrennu, aftur.

England - Bara auðveldur sigur á Englendingum. Þægileg þjóð til að mæta. Tjóka alltaf, og íslenska liðið er bara betra. Ég færi út á þennan leik.

Hvaða landi vil ég helst forðast að mæta? Ég vil ALLS ekki fá Þjóðverja. Eins og maðurinn sagði; Fótboltinn er einföld íþrótta. 22 menn elta bolta í 90 mínútur og Þjóðverjar vinna.

Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis:
Pólland - Við þekkjum vel til Pólverjana, verður auðvelt að leikgreina þá. Spurning fyrir KSÍ að spara sér pening þarna í leikgreiningu og láta bara Hemma Hreiðars leikgreina Pólverjana.

Svo er það Úrúgvæ - Raggi Sig vs. Suarez. Segir sig sjálft, verður geggjaður leikur þar sem að allt verður vitlaust og svo neitar Suarez að láta Aron Einar fá treyjuna eftir leik. Svo þriðja liðið verður Marokkó. Þeir vita ekki einu sinni sjálfir hvernig þeir eru þarna.

Ég vil helst forðast að mæta Þýskalandi, þeir myndu elska að mæta varnarmúrnum okkar og finna lausnir á því.

Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli á Rás 2:
Pólland - Langar að segja Rússland en ég held að þeir komi sterkir til leiks með brjálaða vodkaþyrsta heimamenn á bakinu. Sé bara mesta möguleika gegn Pólverjum. Frakkar eru í 7. sæti A-listans, ég vil aldrei mæta Frökkum aftur!

Perú - Þetta er steinlegið, þeir eru kannski leiknir og fljótir en það erum við líka plús að við erum víkingar (HúH) og Perúmenn vilja ekkert mæta Aroni Einari og Ragga Sig, tala nú ekki um ef Kolbeinn verður frammi. Perú alla leið! (líka þar sem ég þekki liðið ekkert, má vel vera að þetta sé snilldar lið)

Svíþjóð/Íran - Þarna eru margir geggjaðir möguleikar í stöðunni, Ég held að Svíaleikurinn yrði geggjaður, svipuð lið og sagan öll með Svíum. Væri obbosins gaman að komast áfram á þeirra kostnað og víkinga stemningin á plöllunum (HúH!) klikkuð. Íran er bara svo framandi og sagan engin. Fjölmiðlar myndi fara á límingunum (Gaupi, eina) Egill Helgason og Steingrímur J myndu gera feisbúkk færslu um leikinn og svo eigum við líka góða möguleika held ég.

En samt... AUÐVITAÐ VIL ÉG BARA ENGLAND! GET IN!

Panama - Bara til að sjá statusana hjá Sigmundi Davíð og Bjarna Ben.

Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður
Rússland
Perú
Ísland
Sádí Arabía

Hundleiðinlegur riðill á pappír en hverjum er ekki sama ef við erum að vinna. Væri gaman að fá stressaða Rússa í opnunarleiknum, Perú ekki verið á HM síðan 82 og við eigum að geta gert kröfu á sigur gegn Sádum. Ég myndi segja að þessi riðill væri sá sem gæri okkur bestu möguleikanna á að fara áfram.

Dauðariðill:
Þýskaland
Úrúgvæ
Ísland
Suður Kórea

Erfiðasti riðillinn. Þjóðverjar eru líklega með besta liðið í dag og líklegir til að verja titilinn. Úrúgvæ með Suarez og Cavani frammi yrðu erfiðir og með Godin aftast. Eitthvað sem segir með að Kóreubúinn sé soldið þyndarlaus.

Skemmtanariðillinn:
Argentína
England
Ísland
Ástralía

Held að þessi gæti orðið soldið skemmtilegur. Strákarnir á móti Messi, easy 3 stig á móti Englandi og svo myndum við klára Ástrala.

Daníel Geir Moritz, tónleikahaldari:

Brasilía - HM '94 var fyrsta HM sem ég man eftir og hafa Brassar heillað síðan. Þeir eru með lið sem gæti hentað okkur vel í þokkabót og gætu misstigið sig gegn okkur en engu að síður klárað mótið.

England - Þeir yrðu gríðarlega stressaðir við að mæta okkur og myndi þessi viðureign vekja heimsathygli. Hversu fyndið væri líka að vinna þá aftur á stórmóti?

Nígeía - Hefur ávallt teflt fram fyndnum liðum og oft og tíðum verið svona B-lið fólks að halda með á HM. Agaleysi hefur oft einkennt leikstíl liðsins og gætum við klárlega nýtt okkur það. Með þessu væru líka andstæðingar úr þremur heimsálfum, sem yrði snilld.

Ég nenni ekki að mæta Spáni. Það er eitthvað leiðinlegasta sjónvarpsefni sem til er og á þetta bara að vera gaman
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner