fim 16. nóvember 2017 16:09
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkin hyggjast halda mót fyrir liðin sem ekki komust á HM
Christian Pulisic eftir að ljóst var að Bandaríkin yrðu ekki með á HM.
Christian Pulisic eftir að ljóst var að Bandaríkin yrðu ekki með á HM.
Mynd: Getty Images
Bandaríska knattspyrnusambandið er að skoða möguleikann á því að halda mót næsta sumar fyrir þjóðirnar sem náðu ekki að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi.

Verið er að vinna í hugmyndum varðandi mótið en Bandaríkin náðu ekki að vinna sér inn þátttökurétt á HM.

Ítalía, Holland og Síle eru meðal landsliða sem Bandaríkin horfa til. Þá gætu Wales, Tékkland, Skotland, Austurríki, Bosnía, Tyrkland, Írland, Norður-Írland og Grikkland fengið boðskort.

Eins og áður segir er ekkert staðfest um mótið en óvíst er hvort stærstu stjörnurnar séu tilbúnar að mæta á þetta sárabótamót. Líklegt er t.d. að leikmenn Ítalíu vilji frekar fara í sumarfrí.

Þess má geta að Bandaríkin vilja halda HM 2026 í samvinnu við Mexíkó. Á næsta ári verður tilkynnt um hvar mótið það ár verður haldið en Marokkó vill einnig halda það.
Athugasemdir
banner
banner
banner