Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. nóvember 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Chicharito segist ekki á förum frá West Ham
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, framherji West Ham, hefur blásið á orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu.

Á dögunum voru fréttir þess efnis í Mexíkó að Chicharito vilji ganga til liðs við Chivas þar í landi.

„Ég er 100% skuldbundinn því að hjálpa til í þessari erfiðu stöðu sem við erum að upplifa hjá West Ham," sagði Chicharito en West Ham er í fallsæti í augnablikinu.

Hinn 29 ára gamli Chicharito kom til West Ham frá Bayer Leverkusen á 16 milljónir punda í sumar.

Chicharito er meiddur í læri og hann mun því missa af fyrsta leik West Ham undir stjórn David Moyes gegn Watford á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner