fim 16. nóvember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Dregið í HM klukkan 15 á föstudegi
Icelandair
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi föstudaginn 1. desember næstkomandi. Dregið verður í Moskvu í Rússlandi.

Drátturinn hefst klukkan 18:00 að rússneskum tíma eða 15:00 að íslenskum tíma.

Ljóst er að augu Íslendinga verða öll á drættinum í Rússlandi eftir rúmar tvær vikur.

Þjóðir frá sömu heimsálfu geta ekki dregist í sama riðla, nema í nokkrum riðlum verða tvær Evrópuþjóðir. Ísland mætir því alltaf að minnsta kosti tveimur liðum utan Evrópu.

1. styrkleikaflokkur
Rússland (gestgjafar - 65. sæti)
Þýskaland (Heimsmeistarar - 1. sæti)
Brasilía (2. sæti)
Portúgal (Evrópumeistarar - 3. sæti)
Argentína (4. sæti)
Belgía (5. sæti)
Pólland (6. sæti)
Frakkland (7. sæti)

2. styrkleikaflokkur
Spánn (8. sæti)
Perú (10. sæti)
Sviss (11. sæti)
England (12. sæti)
Kólumbía (13. sæti)
Mexíkó (Norður-Ameríkumeistarar - 16. sæti)
Úrúgvæ (17. sæti)
Króatía (18. sæti)

3. styrkleikaflokkur
Danmörk (19. sæti)
Ísland (21. sæti)
Kosta Ríka (21. sæti)
Svíþjóð (25. sæti)
Túnis (28. sæti)
Egyptaland (30. sæti)
Senegal (32. sæti)
Íran (34. sæti)

4. styrkleikaflokkur
Serbía (38. sæti)
Nígería (41. sæti)
Ástralía (Asíumeistarar - 43. sæti)
Japan (44. sæti)
Marókkó (48. sæti)
Panama (49. sæti)
Suður-Kórea (62. sæti)
Sádí-Arabía (63. sæti)
Athugasemdir
banner
banner
banner