Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. nóvember 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Hrannar Björn framlengir við KA
Hrannar Björn Steingrímsson.
Hrannar Björn Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Hrannar Björg Steingrímsson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA. Samningurinn gildir út tímabilið 2019.

Fyrri samningur Hrannars við KA rann út á dögunum en nú er ljóst að hann verður áfram hjá félaginu.

Hrannar kom til KA frá uppeldisfélagi sínu Völsungi fyrir tímabilið 2014

Í sumar átti Hrannar fast sæti í liði KA í Pepsi-deildinni en hann hefur skorað eitt mark í samtals 90 leikjum í deild og bikar með liðinu. Markið skoraði hann með þrumuskoti gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar.

Hrannar er fæddur árið 1992 og er bróðir Hallgríms Mar, sem einnig leikur hjá KA.

„KA fagnar því að Hrannar hafi skrifað undir nýjan samning við félagið og verður ánægjulegt að fylgjast með honum í gulu treyjunni næstu tvö árin," segir á heimasíðu KA.

Sjá einnig:
Komnir/Farnir og samningslausir í Pepsi-deild karla
Athugasemdir
banner
banner
banner