Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. nóvember 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
ITV fær Gary Neville á lánssamningi á HM
Gary Neville var í þjálfarateymi enska landsliðsins í fyrra.
Gary Neville var í þjálfarateymi enska landsliðsins í fyrra.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, mun starfa við að fjalla um HM í Rússlandi næsta sumar.

ITV hefur gert samkomulag við Sky um að fá Neville á lánssamningi og mun hann meðal annars starfa með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United, Ryan Giggs.

Neville spilaði á HM 1998 og 2006 með enska landsliðinu. Hann var í þjálfarateymi Englands á EM 2016, þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum.

Það er þekkt innan fjölmiðlaheimsins á Bretlandi að sérfræðingar séu leigðir milli sjónvarpsstöðva. Þetta er ekki algengt hér á Íslandi en Gummi Ben var þó leigður af 365 og á sjónvarp Símans á EM í fyrra.

Neville er af mörgum talinn besti sparkspekingur Bretlandseyja.

Ísland tekur þátt í HM í fyrsta sinn á næsta ári en dregið verður í riðla föstudaginn 1. desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner