fim 16. nóvember 2017 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd auglýsir eftir þúsundþjalasmiði
Mynd: Google/Handymanstartup
Manchester United auglýsir eftir þúsundþjalasmiði til að starfa fyrir félagið.

Starfið lýsir sér þannig að maðurinn fer á milli húsa hjá leikmönnum félagsins og lagar það sem þarf að laga.

Um er að afar ábyrgðarfullt starf þar sem starfsmaðurinn þarf alltaf að vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis hjá leikmönnum Rauðu djöflanna.

Þá fær starfsmaðurinn lyklavöld og þarf að eiga við umboðsmenn og eiginkonur leikmanna þegar þeir eru sjálfir ekki viðstaddir.

„Starfsmaðurinn sem við leitum af þarf að sýna fagmennsku, sjálfstraust og þagmælsku á hæsta stigi," stendur meðal annars í auglýsingunni.

„Bílpróf er skilyrði og tungumálaþekking kostur."
Athugasemdir
banner
banner
banner