fim 16. nóvember 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Jorge Mendes líklegastur til að krækja í Dele Alli
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er talinn vera nálægt því að fá Dele Alli til að skrifa undir samning við fyrirtækið sitt, Gestifute.

Sky greinir frá því að Alli ætlar að yfirgefa Rob Segal og fyrirtækið hans, Impact Sports, þegar samningurinn rennur út á næsta ári.

Samningur Alli við Tottenham gildir til 2022 og er félagið að reyna að framlengja hann enn frekar áður en Alli skrifar undir hjá Mendes, því Spurs óttast að Mendes muni reyna að koma honum til Real Madrid eða Barcelona.

Það hafa margar umboðsskrifstofur áhuga á að fá Alli til að skrifa undir hjá sér, en Gestifute er líklegast til að hreppa undirskriftina.

Alli er búinn að gera sjö mörk í 13 leikjum á tímabilinu, meðal annars tvennu gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner