Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. desember 2014 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Tryggva: Andrúmsloftið eftir Hollandsleikinn einstakt
Sölvi Tryggvason og Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ.
Sölvi Tryggvason og Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjónvarpsmaðurinn, Sölvi Tryggvason, var í viðtali í Kastljósi í gær á RÚV en þar ræddi hann heimildamyndina sem hann gerir í kringum íslenska landsliðið.

Sölvi hefur fylgt íslenska landsliðinu í öllum leikjum þess í undankeppni EM en hann vinnur hörðum höndum að heimildamynd um þetta einstaka lið.

Liðið hefur unnið þrjá leiki og tapað einum en hann segir upplifunina sérstaka og að hann hafi mikla trú á að liðið komist á Evrópumótið í Frakklandi eftir tvö ár.

,,Ég var erlendis og þar var mjög ítarleg umfjöllun um leikina og þar var löng umfjöllun um Kosta Ríka. Umfjöllunin var um það að hvað það var athyglisvert hvað svona fámenn þjóð gæti náð svona góðum árangri á stærsta vígvelli heims,"

,,Ísland var nálægt því að komast á þetta mót, það munaði einu marki. Ef Ísland hefði farið á þetta mót þá verið mjög leiðinlegt að enginn hefði fylgt þeim eftir í undankeppni HM og liðið er það gott að það er raunhæfur möguleiki að liðið fari á stórmót á næstu árum."


Sölvi fékk leyfi fyrir því að fylgja þjálfurum og leikmönnum eftir rétt fyrir fyrsta leik en Lars Lagerback, þjálfari liðsins, var harður á því að ef einhver leikmaður væri ekki tilbúinn til þess og að það gæti kostað liðið stig þá yrði þetta ekki gert.

,,Hlutirnir þurftu í raun að ganga mjög hratt fyrir sig í upphafi því ég var ekki kominn með leyfi þjálfara og leikmanna fyrr en rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Tyrklandi. Ég þurfti á þeirri stundu að taka ákvörðun um að gera þetta og stærstan hluta af því sem ég er búinn að gera hef ég fjármagnað sjálfur en það er auðvitað dýrt."

,,Ég var kynntur fyrir liðinu og þar segir Lars Lagerback við alla leikmennina að þeir væru áhugasamir að þetta yrði gert en ef einhver ykkar er þannig að það gæti haft áhrif á að við fáum þrjú stig þá gerum við þetta ekki."


Hann hefur mikla trú á að Ísland komist á EM en sjálfstraustið er gott í hópnum og andrúmsloftið enn betra.

,,Þeir nánast gáfu sér ekki tíma í að fagna eftir leikinn gegn Lettlandi því þeir voru farnir að huga að því hvernig þeir ætluðu að ná endurheimt fyrir Hollandsleikinn. Þetta fær mig til að trúa því að þeir geti farið á EM 2016."

,,Ég er enn á því stigi að mér hefur verið hleypt inn í búningsklefann í tvö skipti ekki öll skiptin. Það er mjög sérstakt. Andrúmsloftið eftir Hollandsleikinn var einstakt. Það er einstakt að svona lítil þjóð eins og Ísland sé með svona mikið af góðum leikmönnum á sama aldri."

,,Hugmyndin er að myndin verður frumsýnd rétt áður en EM fer fram og vonandi verðum við á því móti,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner