Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. desember 2014 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Spænski bikarinn: Barcelona fór illa með Huesca
Pedro Rodriguez gerði þrennu fyrir Barcelona
Pedro Rodriguez gerði þrennu fyrir Barcelona
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum spænska konungsbikarsins lauk í kvöld en Barcelona fór illa með Huesca þar sem liðið sigraði með átta mörku gegn einu.

Pedro Rodriguez kom Börsungum yfir á 21. mínútu áður en hann bætti við öðru marki fimm mínútum síðar. Pedro fullkomnaði þrennu sína svo undir lok fyrri hálfleiks en í millitíðinni skoraði pænski miðjumaðurinn Sergi Roberto var næstur á blað áður en Andrés Iniesta skoraði.

Adriano gerði næsta mark áður en hinn 18 ára gamli Adame Traore bætti við sjöunda markinu og spænski framherjinn Sandro Ramirez gerði svo áttunda markið áður en gestirnir minnkuðu muninn í 8-1. Barcelona því áfram, 12-1 og er komið í átta liða úrslitin.

Almeria lagði þá Real Betis með tveimur mörkum gegn einu. Michel og Jonathan Zongo gerðu mörk Almeria en mark Betis gerði Damien Perquis. Almeria er komið áfram samanlagt, 6-4.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 8 - 1 Huesca
1-0 Pedro Rodriguez ('21 )
2-0 Pedro Rodriguez ('26 )
3-0 Sergi Roberto ('29 )
4-0 Andres Iniesta ('40 )
5-0 Pedro Rodriguez ('44 )
6-0 Adriano ('68 )
7-0 Adame Traore ('78 )
8-0 Sandro Ramirez ('84 )
8-1 Carlos David Moreno Hernandez ('86 )

Almeria 2 - 1 Real Betis
1-0 Michel ('59 )
2-0 Jonathan Zongo ('75 )
2-1 Damien Perquis ('78 )
Athugasemdir
banner
banner