lau 16. desember 2017 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Árni Snær skoraði - Nóg að gera hjá ÍBV
Árni Snær skoraði af vítapunktinum.
Árni Snær skoraði af vítapunktinum.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍBV spilaði tvo daga í röð.
ÍBV spilaði tvo daga í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hið langa undirbúningstímabil á Íslandi er hafið. Lið eru að spila æfingaleiki þessa daganna, rétt fyrir jól.

ÍBV spilaði tvo leiki í bænum tvo daga í röð. Gegn Íslandsmeisturum Vals í gær þar sem 2-2 jafntefli var niðurstaðan og gegn KH í 2-1 tapi. Báðir leikir fóru fram að Hlíðarenda.

ÍA hefur verið að spila mikið af leikjum og nú var Fjölnir mótherjinn. Úr varð öruggur 3-0 sigur ÍA þar sem markvörðurinn Árni Snær Ólafsson, markvörður, skoraði úr víti.

KA vann þá Magna, sem mun leika í Inkasso-deildinni næsta sumar, í markaleik í Boganum.

Valur 2 - 2 ÍBV
0-1 Ágúst Leó Björnsson
0-2 Alfreð Már Hjaltalín
1-2 Guðjón Pétur Lýðsson
2-2 Einar Karl Ingvarsson

KH 2 - 1 ÍBV
1-0 Númi Kárason
2-0 Ingólfur Sigurðsson
2-1 Markaskorara vantar

ÍA 3 - 0 Fjölnir
1-0 Árni Snær Ólafsson (víti)
2-0 Stefán Teitur Þórðarson
3-0 Gylfi Brynjar Stefánsson
Rautt spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson
(Markaskorarar á Úrslit.net)

KA 5-3 Magni
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson
1-1 Ívar Sigurbjörnsson
1-2 Kristinn Þór Rósbergsson
2-2 Steinþór Freyr Þorsteinsson
3-2 Ásgeir Sigurgeirsson
4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson
4-3 Gunnar Örvar Stefánsson
5-3 Angtantýr Gautason

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner